Heilbrigðiseftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að bakteríudrepandi sápur (fyrir hendur og líkama) verði bannaðar á næsta ári. Segir í yfirlýsingunni að sápurnar séu ekki öflugri en aðrar sápur og framleiðendum hafi ekki tekist að sanna að öruggt sé að nota þær til lengri tíma.
Áhyggjuefni þykir að innihaldsefni á borð við Triclosan hafi áhrif á hormónamyndun í fólki og einnig að bakteríurnar verði ónæmar. Það eru margir sem ekki vilja þessi efni í umhverfinu og algengust eru efnin Triclosan og Triclocarban. Mun ákvörðun FDA hafa áhrif á meira en 2000 vörur eða yfir 40% sápa sem seldar eru í Bandaríkjunum.
Mun bannið ekki ná yfir bakteríudrepandi spritt eða klúta, þannig að sýklafælnir geta andað léttar.
Heimild: NyMag