Það er alltaf spennandi að vita hver næsti James Bond verður (og hvenær fáum við kvenkyns Bond?) Samkvæmt gulu pressunni vestanhafs á leikaranum Daniel Craig að hafa verið boðið sem samsvarar 17.343.000.000 ISK fyrir að leika 007 í næstu tveimur Bond myndum.
Fyrirtækið Sony vill hafa Daniel til staðar meðan yngri staðgengill er fundinn og þjálfaður í hlutverkið – margir hafa verið orðaðir við það, s.s. leikararnir Idris Elba, Michael Fassbender og einnig kærasti Taylor Swift, Tom Hiddleston.
Almenn ánægja er með Daniel sem James Bond: „Hann hefur leikið hlutverkið snilldarlega og allir elska hann. Að missa hann núna er ekki eitthvað sem framleiðendur yrðu ánægðir með. Hvað varðar fyrirtækið er Daniel lykillinn að snuðrulausu samstarfi og þeir eru tilbúnir að greiða rétt verð til að allir verði ánægðir,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar Online.