„Mariah er skítsama um alla nema sjálfa sig,“ segir bróðir hennar Morgan Carey í nýju vitali. Daginn áður en viðtalið fór fram var systur þeirra, Alison Carey, hleypt út úr fangelsi gegn tryggingu en hún er bæði smituð af HIV og stundar vændi.
Alison og Mariah hafa ekki talað saman síðan árið 1994 og er samband hennar við bróður sinn einnig mjög stirt. Morgan vill að Mariah tali við systur sína og fyrirgefi henni. Alison hefur lengi verið í fíkniefnaneyslu og var hún handtekin fyrir að bjóða blíðu sína lögreglumanni. Segir lögreglan að hún noti söngtexta systur sinnar til að auglýsa þjónustu sína, og bjóði „fantasy“ reynslu (þekkt lag með Mariah).
Í viðtalinu segir Morgan að fjölskyldan sé í molum og vilji hann að Mariah borgi og hjálpi til við að laga ástandið. Tekur hann einnig fram að hafi það ekki verið fyrir hann, væri engin Mariah Carey.
Í marsmánuði á þessu ári kom Alison fram og bað Mariuh um peningastyrk. Bæði er hún að eiga við sjúkdóminn HIV og var ráðist inn á heimili hennar í apríl 2015 og hún beitt ofbeldi sem leiddi til heila- og mænuskaða. Segir hún í myndbandinu: „Mariah, ég elska þig og ég virkilega þarf á hjálp þinni að halda, viltu ekki yfirgefa mig svona.“ Einnig segir hún að hún hafi unnið fyrir sér með vændi áður en Mariah varð fræg til að sjá fjölskyldu sinni farborða.