KVENNABLAÐIÐ

Ertu að selja íbúðina þína? BESTA ráðið til að selja!

Ef þú ert ekki að selja íbúðina þína á þeim hraða sem þú óskaðir er kannski vert að veita þessu athygli. Rannsóknir hafa sýnt að hvít útidyrahurð er lykillinn að sölu! Semsagt: Ef þú hefur möguleika á að mála útidyrahurðina þína hvíta mun það auka möguleikana á snöggri sölu.

Einnig hafa rannsóknir sýnt að ef þú hefur fallegan garð fyrir utan og jafnvel rósir er það söluhvetjandi í flestum tilvikum.

Auglýsing

Að hafa möguleika á að byggja við eða bæta húsnæðið er einnig eitthvað sem hugsanlegir kaupendur huga að. Ef bílastæðið er gott og snyrtilegt skemmir það ekki fyrir. Það sem hinsvegar skemmir fyrir sölu er ef veggir eða hlutir eru illa málaðir, ef útidyrahurðin er rispuð á einhvern hátt og ef íbúðin er með ljótu teppi eða gólfklæðningum.

white

Aðalatriðið er þó að hafa útidyrahurðina hvíta. Í 60% tilfella sögðust væntanlegir kaupendur ekki geta litið framhjá slæmu málningarverki, rispaðri útidyrahurð eða gólfefnum sem væru ekki í lagi. Í raun játuðu 45% hugsanlegra kaupenda að þeir hafi verið hugsi yfir þessum atriðum og það hafi fælt þá frá að kaupa annars fullkomið heimili.

Auglýsing

Var rannsóknin gerð í Bretlandi og gefur til kynna að Bretar eru frekar fastheldnir hvað varðar ýmis atriði og að þeir séu ekki ragir við að bíða í réttan tíma eftir réttu íbúðinni. Það er mikilvægt að huga að því að útlit að innan og utan skiptir afar miklu máli og að fólk geti verið ótrúlega smámunasamt þegar kemur að að gera svo stóra fjárfestingu.

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!