Tískuvikunni í Kaupmannahöfn lauk fyrir nokkrum vikum og sömu í Stokkhólmi lauk í gær. Það sem helst stóð uppúr voru „náttföt,“ peysur með merkjum þungarokkarahljómsveita og tígrismynstur. Ekki má gleyma einni tösku sem flestar svölu stelpurnar voru með: Lítil, kassalaga taska með þykku belti að framan. Boyy heitir merkið og er algerlega búið að slá í gegn!

Þessar töskur eru mjög krúttlegar og flottar og hvetjum við ykkur til að kíkja á heimasíðuna þeirra til að sjá hvað er í boði…
Smelltu HÉR.
Allir ritstjórar, tískubloggarar og vegfarendur voru með eina slíka og meira að segja bandaríska Vogue tók eftir þessum ótrúlega töff töskum.