Ef þú og makinn hafið stundum rifist fyrir framan börnin er það afar óheilbrigt fyrir ungar sálir. Takið þið þá ákvörðun saman eru hér frábær ráð frá sálfræðingnum Dr. Phil. Lesa meira…
Ef þú finnur hjá þér þörfina til að hvæsa á makann, staldraðu við og labbaðu í burtu. Ákveddu það þó hann hafi virkilega gert þig pirraða/n. Þú verður að skilja að ef þú dvelst í ástandinu ertu í raun að ráðast á börnin þín, að taka þínar þarfir fram fyrir þarfir barnanna ykkar. Þú ert að taka þína þörf fyrir að „springa“ fram fyrir velferð og frið barnanna.
Þegar þú hefur farið út úr ástandinu skaltu skrifa niður allt sem þér dettur í hug – ástæðu rifrildisins og hvernig þér líður. Þið getið rætt hlutinn seinna þegar börnin eru ekki nálægt.
Svo skaltu taka barnið/eitt barnanna til þín og segja því þrjá hluti sem þú ert ánægð/ur með í fari þeirra. Það tekur 100 jákvæð orð til að eyða einu neikvæðu.
Búðu til eitthvert merki með makanum – halda uppi spili, til dæmis – til að sýna að rifrildi er að fara í gang og tími til að kúpla sig út úr ástandinu.
Ef þið verðið að tala saman, farið á afvikinn stað og ákveðið að tala saman eins og fólk – komdu fram við makann eins og hann sé vinur þinn. Það gerir samskiptin auðveldari og erfiðara að rífast.
Taktu orðið „reiði“ út úr myndinni. Segðu frekar – ótti, særindi eða vonbrigði.
Tjáðu þarfir þínar. Hann eða hún veit kannski ekki hvað það er sem þú þarfnast. Notaðu orð – einföld, hvað það er…vertu róleg/ur.
Finnið lausnir. Vinnið saman, þetta er ekki keppni. Takið tíma til að „kæla ykkur“ áður en málin eru rædd.
Þegar þið hafið fundið niðurstöðu dveljist saman í friði. Mínútu faðmlag, að horfast í augu ætti að styrkja bönd ykkar enn frekar!
Gangi ykkur vel
Heimild: DrPhil.com