Samtökin Aktívegan – samtök um réttindi dýra til lífs og frelsis náðu myndskeiði að svínum á leið til slátrunar hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi þann 7. ágúst síðastliðinn. Starfsmenn urðu varir við að verið væri að mynda og í næsta skipti þegar meðlimir samtakanna ætluðu að mynda, tveimur vikum seinna „í þeim tilgangi að sýna svínunum samstöðu og ná myndefni af þeim vera ferjuð í dauðann“ tóku þeir eftir að SS hafði breytt aðferðum sínum til að koma svínunum í sláturhúsið.
Segja meðlimir Aktívegan að þá hafi verið búið að troða svínunum í loftlausa trukka svo ekki náðu þau að sjá þau. Varpa þeir fram þeirri spurningu hvað Sláturfélag Suðurlands sé eiginlega að fela.