Liturinn Pantone 488C hefur verið valinn sem ljótasti og minnst aðlaðandi litur í heimi. Honum hefur verið lýst sem „dauðum, skítugum og tjörukenndum.“ Ástæða þess að lagst var í rannsóknir af þessu tagi eru heilsufarslegar: Markmiðið er að fá fólk til að hætta að reykja.
Áströlsk yfirvöld eyddu þremur mánuðum í að finna út litinn til að setja á sígarettupakka og vonandi minnka því reykingar Ástrala.
Rannsóknarþátttakendur völdu litinn Pantone 488C, sem einnig er þekktur sem Opaque Couche, litinn sem höfðaði hvað verst til þeirra. Þátttakendur voru reykingafólk á aldrinum 16 til 64 ára. Hugmyndin var sú að ef sígarettupakkar litu nógu ömurlega út myndu færri vilja kaupa þá eða láta sjást með þá.
Heimild: MarieClaire