„Þetta er hreinlega það besta sem ég hef upplifað í lífinu,” segir Theresa Hohenhaus frá Ástralíu sem fæddi heilbrigðan dreng í þann 2. júní síðastliðinn.
Dóttir hennar, Alice Hohenhaus, sem er 25 ára hefur þjáðst af hvítblæði allt sitt líf. Fljótt varð útséð að hún gæti ekki gengið með börn vegna galla og meiðsla í legi hennar vegna geislunarmeðferðar sem hún lauk vegna sjúkdómsins.
Theresa, móðir hennar, bauðst til að vera staðgöngumóðir fyrir hana en hún á fjögur börn sem hún myndi gera allt fyrir: „Ég myndi gera þetta aftur án umhugsunar,” segir hún og segir allt hafa verið þess virði að sjá dóttur sína svo hamingjusama.
Alice varð ófrísk þegar hún var 23 ára en litli drengurinn hennar lést við 15 vikna meðgöngu. Sögðu læknarnir að ólíklegt væri að hún gæti nokkurn tíma gengið fulla meðgöngu.
Theresa hélt hún væri of gömul til að ganga með barnið og var Alice á báðum áttum en þær ákváðu í sameiningu að reyna. Varð hún ófrísk næstum samstundis þannig þær telja að þetta hafi hreinlega átt að verða. Theresa hefur sjálf fóstrað 50 börn á lífsleiðinni ásamt því að eiga fjögur börn þannig þetta var afar einföld ákvörðun þegar hún lítur til baka.
Fóru þær mæðgur saman í allar rannsóknir og urðu afar nánar á þessu tímabili…þær grétu og hlógu saman.
Gekk fæðingin afar vel fyrir sig og klippti Alice á naflastrenginn: „Þetta var svo fallegt. Ég var óttaslegin að láta hann af hendi fyrst og Alice var hrædd um að sjá mig í svo miklum sársauka. En þetta var augnablik sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,” segir Theresa.
Heimild: Daily Mail, Australia