Hvað sérð þú á myndinni? Stúdentar í tækniskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum bjuggu til þessa mynd sem er einnig próf til að ákvarða hvort þú þarft á gleraugum að halda!
Þetta er einfalt: Hvort sérð þú Marilyn Monroe eða Albert Einstein á myndinni?
Ef þú sérð Marilyn þarftu gleraugu – ef þú sérð Albert þarftu þau sennilega ekki.
Af hverju samt?
ASAP Science hefur útskýrt myndina á þennan hátt:
„Það fer eftir hversu auðvelt þú átt með að fókusera og bera saman skugga – augað á þér mun skoða smáatriðin. Ef þú skoðar nálægt muntu sjá smáatriðin eins og yfirvaraskegg Einsteins og hrukkur. En því fjær sem þú ferð frá myndinni – eða ef sjónin þín er ekki nógu góð sérðu óskýrari mynd og hæfni augans til að greina smáatriðin minnkar.“
Magnað, ekki satt?