„Keisarinn hefur engar hreðjar,“ stóð fyrir neðan styttu sem skyndilega var sett upp á Union Square í Manhattan í New York. Var styttan afar raunveruleg eftirmynd forsetaframbjóðandans – yfirgreiðslan á hárinu og risastór bumba….svo ekki sé minnst á pínulítil kynfæri. „Besta sem ég hef séð!“ sagði hlæjandi gangandi vegfarandi, Josephie Espinal: „Þetta er sögulegt meistarastykki.“
Voru vegfarendur almennt sammála um að styttan væri ótrúlega raunveruleg og sláandi. Listamaðurinn kallar sig „Ginger“ og ekki er vitað frekari deili á honum önnur en að hann er aðgerðasinni.
Borgarstarfsmenn mættu þó skömmu síðar og fjarlægðu styttuna. Yfirlýsing sem fylgdi með styttunni sagði að von þeirra sem að henni stæðu væri að nútíma keisari sem tryði á fasisma og ofstæki myndi aldrei ná völdum.