Við vitum að við konur eru flóknar á köflum. Um daginn birtum við grein sem fjallaði um hvað karlmenn vilja frá konum og vakti hún mikla athygli.
Burtséð frá allri jafnréttisbaráttu má segja að við séum ólík í grunninn hvað varðar þrár og þarfir. Þetta er engin geðþótta-alhæfing, bara staðreynd.
Við lásum t.d. grein um daginn um transmann sem undirgekkst hormónameðferð á meðan kynleiðréttingu stóð. Meira testósterón (karlhormón) og minna estrógen (kvenhormón) varð þess valdandi að maðurinn fann greinilega fyrir minni tilfinningatengingu varðandi kynlíf og fann hann líka að hann vildi taka þátt í kynlífi, sama hvaða afleiðingar það hefði. Mjög athyglisvert.
Hér eru 10 atriði sem konur halda í hávegum þegar kemur að kostum karlmanna:
Virðing
Að hann virði skoðanir okkar, frama, starf, áhugamál, vini, líkama og huga. Hann þarf ekki að vera sammála öllu en þarf fyrst og fremst að virða okkur. Gullna reglan: Vertu heiðarlegur, sanngjarn, góður og taktu tillit.
Kynlíf
Já, við elskum kynlíf. Það þarf samt að taka tillit til þess að margar okkar eru ekki alltaf tilbúnar í stuð á 0-1 sekúndu. Við kjósum oft lengri forleik en karlmenn og já – það er þess virði!
Rómantík
Þó sjónvarpskvöld sé daglegt brauð hjá okkur má alveg gera það meira kósí – kveikið á kertum og bjóðið uppá tásunudd….komið fram við okkur eins og kærustur og við séum nýbúin að kynnast í stað „gömlu!” Stefnumótakvöld, kelerí í bílnum, langir kossar – við elskum þetta allt og verðum ástfangnar á ný þó við þurfum enn að borga reikninga, ala upp börn og allt það.
Tími
Gefið okkur tíma. Við vitum að það er vinna að vera í sambandi/hjónabandi en tími er eitthvað sem við metum ofar öllum gjöfum. Gerðu eitthvað óumbeðinn – sennilega eru flestir í samböndum báðir í vinnu en viðurkennum það, stundum lendir vinnan meira á konunni.
Matur
Ef þú kannt ekki að elda – lærðu það! Okkur finnst karlmenn sem elda góðan mat mjög heitir!
Samskipti
Konur tjá sig mjög með tali – orða hlutina. Við vitum þið elskið okkur en þurfum að heyra það reglulega…sumar okkar eru mjög litlar í sér þegar kemur að því. Við eigum til að hanga í einhverri neikvæðni þannig þú getur alltaf hjálpað til. Bara þakklæti er æðislegt! Þakkir fyrir matinn, að hafa ekið börninum í skólann, straujað fatnað. Þarf ekki að vera mikið.
Samræmi
Það þýðir ekki að þið þurfið að vera leiðinlegir og fyrirsjáanlegir. Við þurfum ást og unhyggju og það má helst ekki koma í „skömmtum” – heldur vera jafnt og þétt.
Skuldbinding
Ekki endilega að segja já í kirkjunni heldur taka þátt í lífi okkar – hafa áhuga á því sem við erum að gera. Hlustaðu þegar við tölum – við viljum eiga í samskiptum. Taktu eftir litlu hlutinum – þú ættir t.d. að vita hvað maki bestu vinkonu okkar heitir eða yfirmaðurinn.
Húmor og auðmýkt
Þetta fer oft hönd í hönd. Það þarf ekki að þýða að þú segir brandara allan daginn en þú verður að geta gert grín að sjálfum þér. Fólk sem tekur sig of alvarlega er bara þreytandi.
Áskorun
Að skora á hvort annað að verða besta eintakið af sér sjálfum – rannsóknir sýna að þeir makar sem skora á hvorn annan að standa við skuldbindingar eða mæta kröfum eða markmiðum eru bestu makarnir.
Heimild: YourTango