KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber lokar Instagramreikningnum sínum

Söngvarinn Justin Bieber sem á sjötta stærsta Instagramreikning í heimi hefur eytt síðunni sinni og hætt að nýta sér þjónustu Instagram. Kanadamaðurinn hafði nær 78 milljónir fylgjenda og fylgdist sjálfur aðeins með 79. Hann hafði sjálfur póstað tæplega fjögur þúsund myndum sem þýðir að hann var einn afkastamesti í bransanum og þykja þetta ekki góð tíðindi fyrir fyrirtækið sem Facebookveldið á og rekur.

Fyrst setti Bieber reikninginn á „private“ til að stemma stigu vegna haturosorðræðu sem kærastan hans Sofie Richie fékk á sig í kjölfar mynda, eins og Sykur hefur áður fjallað um. Svo eyddi hann hreinlega reikningum sínum.

Auglýsing

Lenti Bieber upp á kant við fyrrverandi kærustuna sína, Selenu Gomez, þegar hann hótaði að loka reikningnum. Virðist það hafa verið ástæða þess að hann hvarf á braut. Sagði Selena í kjölfar hótunarinnar: „Ef þú þolir ekki hatrið, hættu þá að pósta myndum af kærustunni þinni [lol] – þetta ætti að vera sérstakt milli ykkar tveggja. Ekki vera reiður við aðdáendur þína. Þeir elska þig. Þeir voru til staðar fyrir þig á undan öllum öðrum.“

Bieber svaraði þá: „Það er fyndið að sjá fólk sem notaði mig áður til að fá athygli benda í átt að mér. Sorglegt. Ást til ykkar.“ ,

Margar stjörnur hafa orðið undan að hörfa vegna hatursorðræðu á netinu. Stephen Fry, Alec Baldwin, Adele, Simon Pegg, Lady Gaga, Jack Monroe og fleiri hafa hætt á Twitter vegna þessa.

Auglýsing

Ef þær hætta algerlega munu samfélagsmiðlar á borð við Twitter og Facebook einnig taka skell. Bieber er nú eingöngu á Twitter og Facebook – póstaði hann mynd af sjálfum sér og hundinum sínum Todd í gærkvöld.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!