Nýleg rannsókn Cambridge háskólans sýnir að karlmenn eru ekki endilega heillaðir af stórum brjóstum eða löngum leggjum. Gáfur skipa þar fyrsta sætið þegar karlmenn leita að maka. David Bainbridge, prófessor í háskólanum segir að gáfur eða greind sé það sem karlmenn horfa fyrst til. Þær eru skilyrði fyrir því að stofna fjölskyldu því það táknar að verðandi maki sé ábyrgt foreldri.
Að konan sé heilbrigð og hafi fengið allt sem hún þurfti í æsku gerir hana líklegri til að verða sjálf slíkt foreldri. „Brjóstastærð skiptir engu,“ segir David Bainbridge. „Í raun eru stór brjóst líklegri til að vera í ósamræmi þannig karlmenn leita frekar að einhverju sem er í samræmi. Stór brjóst kunna að líta út fyrir að vera eldri og þeir horfa frekar til yngri kvenna.“
Rannsóknir sýna að karlmenn sem eru fjórum til fimm árum eldri en konan eiga í árangursríkari samböndum en aðrir. Karlar vilja þó að konur séu með línur – mitti sem er minna en mjaðmir. Að bera aukaþyngd á mjöðmum gefur til kynna að kona hafi geymt fituforða til að mæta þörfum barns í legi.
Í raun eru börn í móðurkviði háð þessum fituforða sem kemur frá rassi og mjöðmum móðurinnar, sérstaklega á brjóstagjafatímabilinu. Fitan hefur því bein áhrif á greind barnsins og líkur þess að lifa af. Þetta er einnig ástæða þess af hverju erfitt er að grennast á þessu svæði – líkaminn vill halda í þessa fitu. Prímatar og spendýr eru yfirleitt með 5-10% líkamsfitu en í konum getur sú tala farið upp fyrir 30%.