KVENNABLAÐIÐ

Heimagert sjampó lætur hárið þitt vaxa MUN hraðar!

Jafnvel dýrustu hársápur sem þú finnur innihalda fullt af kemískum efnum! Þær munu kannski hjálpa þér við að safna hári en þær eyðileggja hárið þitt í leiðinni. Þessvegna er best að nota náttúruleg innihaldsefni sem gera hárið heilbrigt og auka vöxtinn.

Til að búa til sjampó gerirðu þetta:

Taktu flösku og fylltu hana að 1/4 matarsóda og 3/4 vatni. Það fer eftir lengd hársins hversu mikið þú þarft – ef það er axlasítt þarftu 2-3 teskeiðar af sóda og 6-9 teskeiðar af vatni.

Blandaðu vel saman og settu blönduna í hárið (eins og venjulegt sjampó). Láttu standa í 1-3 mínútur. Hreinsaðu hárið með volgu vatni. Settu svo í skál eplaedik (1/5 í skál) og vatn (4/5). Þú getur sett nokkra dropa af rósmarínolíu eða lofnarblómaolíu (lavender) ef þú óskar þess. Blandaðu saman og settu í hárið.

Mixtúran á að vera í hárinu í nokkrar mínútur. Þegar þú telur að árangrinum hafi veri náð, skolaðu með köldu vatni.

Þessi aðferð er einföld, ódýr og laus við öll kemísk efni! Eftir örfáa þvotta ættir þú að finna mikinn mun!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!