KVENNABLAÐIÐ

Hélt tveggja daga kveðjuteiti sem endaði með að hún tók sitt eigið líf

Í júlímánuði sendi Betsy Davis út til 30 vina sinna boð í veislu sem hún kallaði „endurfæðinguna.” Í boðskortinu stóð: „Þessar kringumstæður verða ólíkar öllu sem þú hefur kynnst áður. Þú þarft að hafa opinn huga, hafa mikið tilfinningalegt þol og vera jákvæð/ur.”

Betsy sem er 41 árs listamaður frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur varið síðustu þremur árum í baráttu við Lou Gehrig sjúkdóminn eða ALS taugahrörnunarsjúkdóminn. Líf hennar var orðið óbærilegt og vildi hún halda veislu fyrir vini sína áður en hún fékk að framkvæma líknardráp með aðstoð sérfræðings.

Betsy þessa síðustu helgi með vinum sínum
Betsy þessa síðustu helgi með vinum sínum

Betsy Davis er ein af þeim fyrstu að nýta sér ný lög sem Kaliforníuríki veitir dauðvona sjúklingum: Möguleikann á að flýta dauða. Örfá ríki hafa sett þau lög að leyfa líknardráp en það eru Oregon, Vermont og Washington. Í Montana þarf dómari að úrskurða um hvort fólk megi taka þessa erfiðu ákvörðun.

Auglýsing

Í veisluboðinu segir: „Kæru þátttakendur endurfæðingar minnar. Þið eruð öll mjög hugrökk að senda mig í ferðalagið mitt. Það eru engar reglur í boðinu. Komið í því sem þið viljið, segið það sem þið viljið segja, dansið, hoppið, biðjið, syngið en ekki gráta fyrir framan mig. OK, ein regla.”

Yfir þrjátíu vinir hennar komu í veisluna sem haldin var á fallegu heimili Betsy í Ojai þann 23-24 júlí síðastliðinn. Hafði hún sett saman frábæra helgi með ítarlegri dagskrá og komu gestirnir hvaðanæva að úr Bandaríkjunum. Á kvöldin sat Betsy í rafmagnshjólastólnum sínum og spjalla við gestina – reyndar með aðstoð túlks því talfæri hennar voru orðin lömuð.

betsy3

 

Kærleikur og hlátur fyllti húsið þar sem gestir nutu þess að drekka kokteila, borða pizzur frá uppáhalds staðnum hennar og sérstakur bíósalur var til að sjá uppáhalds myndina hennar: The Dance of Reality.

Auglýsing

Þegar hinir síðustu klukkutímar nálguðust var hún föðmuð af vinum sínum og fjölskyldu í kveðjuskyni. Allir komu saman til að taka hópmynd. Kelly, systir Betsy, sagði: „Það versta var að ég þurfti að yfirgefa herbergið af og til því ég brast í grát. Fólk skildi það hinsvegar vel. Allir skildu hversu mikið hún hafði þjáðst og að hún væri ótrúlega sátt við ákvörðunina. Fólk vissi að hún vildi halda heila helgi í gleði, ekki sorg.”

betsy1

Á sunnudagskvöldinu var Betsy ekið út á svalir þar sem hún sá sitt hinsta sólsetur. Var hún í rúmi með himni og klædd í japanskan kimono sem hún keypti í ferð eftir að hún var greind með sjúkdóminn árið 2013. Tók hún blöndu af morfíni, barbitalskyldu efni og chloral hydrate klukkan 18:45.

betsy2

Lést hún fjórum klukkustundum síðar og var systir hennar viðstödd, útfararstjórinn, læknir hennar og nuddari.

Gestir Betsyar eiga aldrei eftir að gleyma þessari helgi og kallaði kvikmyndagerðarmaðurinn og vinur hennar Niels Alpert helgina hennar síðustu leiksýningu: „Það sem Betsy gerði var fallegasti dauðdagi sem nokkur manneskja gæti óskað sér. Með því að taka völdin sneri hún taflinu sér í hag og breytti því í list.”

Eftir ár munu gestirnir aftur koma saman á afmælisdag Betsyar í júní og dreifa öskunni hennar.

Heimild: Time.com og DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!