KVENNABLAÐIÐ

Frábært ráð! Hvernig á að gera núðlusúpu úr pakka hollari

Við vitum að núðlusúpa úr pakka er ekki það hollasta fyrir okkur. Ein pakkasúpa úr verslun inniheldur 380 kaloríur, 14 grömm af fitu og 1,820 mg af salti. Það er um helmingur þess saltmagns sem mælt er með fyrir daginn. Ef þú borðar núðlusúpu á veitingastað geta þessar tölur orðið margfalt hærri.

Það er hinsvegar svo ofsalega þægilegt að henda einum pakka í skál, hella sjóðandi vatni yfir og borða. Með því að auka örlítið við vinnuna í kringum súpuna má hinsvegar gera réttinn hollari. Til dæmis með því að nota sinn eigin grænmetiskraft (saltminni, lífrænan eða þessháttar) og bæta við grænmeti og jafnvel eggi! Einnig má sjóða hrísgrjónanúðlur (þessar glæru) sem þurfa jafn langan tíma að sjóða og þessar úr pakkanum…einnig eru þær mun hollari.

Hér má sjá myndband frá Huffington Post varðandi hollari súpur:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!