Ekki eru allir leigjendur Airbnb jafn heiðarlegir. Sharon Marzouk sem býr í Silicon Valley, Kaliforníu, segir að heimili hennar hafi verið „rústað“ eftir að leigjandi hafði tekið upp klámmyndir í íbúðinni. Þekkti Sharon myndirnar sem sendar voru á hana en þær voru teknar í baðherberginu hennar. Mikið vatnstjón varð af völdum leigjandans þar sem virðist sem hann hafi yfirgefið íbúðina með vatn rennandi í baðið.

Sharon leigir út nú þegar önnur tvö herbergi til leigjenda en ákvað að leigja út íbúðina þegar hún fór út í viðskiptaferð.
Kona að nafni Vera hafði samband eins og sjá má í meðfylgjandi pósti:
Kom síðar í ljós þegar Sharon tók við íbúðinni að „Vera“ hafði komið fyrir aukalýsingu í baðherberginu ásamt fleiru til að taka upp myndbönd.
Fann Sharon þegar hún kom heim, mikið af smokkum, óhreinum þurrkum í ruslinu, víbrator í baðkarinu og einhver hafði notað háhæluðu skóna hennar (í einhverjum tilgangi…)

HÉR má lesa færslu Sharon um martröðina hennar að leigja hjá Airbnb og hér má sjá myndband af íbúðinni: