Fyrir flestar víetnamskar konur þýðir hvít húð kvenlega fegurð, fágun og hærri sess í víetnömsku samfélagi. Margar þeirra hylja sig um mitt sumarið til að vernda húðina gegn geislum sólarinnar.
Í Víetnam, eins og í flestum suð-austur asískum löndum er dökk húð tengd fátækt og sveitalífi. Svo..á meðan vestrænir leitast við að fá sólarbrúnku er því þveröfugt farið í austurhluta veraldar, svo sem í Indlandi og Indónesíu. Miðstéttarfjölskyldur horfa oft á húðlitinn þegar kemur að hugsanlegu hjónabandi og hvernig meta á brúðhjónin.
Hvíttunarsnyrtivörur eru afar vinsælar í Víetnam eins og ítalski ljósmyndarinn Monia Lippi fangar í seríunni sinni sem hún kallar White Skin, og festir hún á filmu þráhyggju landans til að viðhalda ljósri húð. Í heimsókn sinni til Ho Chi Mihn borgar leitaðist hún við að finna húðkrem sem ekki innihélt hvíttunareiginleika og átti erfitt með að finna eitthvað. Sama er uppi á teningnum þegar leitað er að kremum í öðrum asískum löndum….þar má finna allt milli krema, sprauta og sápa (t.d. fyrir kynfæri) sem innihalda hvíttunarefni fyrir húðina.
Tískan náði sér á strik um miðjan tíunda áratuginn þegar miðstéttarkonur í Víetnam höfðu skyndilega efni á að hugsa meira um útlitið. Viðvaranir vegna húðkrabbameins hafa haft þveröfug áhrif. Tískuvörur sem hindra sólarljós að ná viðkvæmri húð eru mjög í tísku: Hettur, uppháir hanskar, grímur og fatnaður til að hindra sólargeislana að ná húðinni eru mjög vinsælar.
Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið meðal ungs fólks eru það ekki eingöngu konur sem horfa á þessa tískubylgju; Ungir karlmenn eru líka mótaðir af þessari tísku: „Ungum karlmönnum líst undireins betur á konur með ljósari húð. Að hylja sig er í tísku og mótar öll áhrif og skoðanir. Ungar, ljósari konur þykja fallegri meðal fólks. Sumum finnst dekkri konur vera líkt og „óhreinar.“
Monia Lippi segir að þessi tíska sé í slíkum hávegum höfð í Víetnam að þegar hún talaði um ljósabekki og brúnkukrem sem væru vinsæl í vestrænum löndum hefði fólk ekki trúað henni.