KVENNABLAÐIÐ

Af hverju vel ég alltaf ranga menn?

Hættu að eyða dýrmætum tíma í vitleysu! Hefur þú orðið vör við að eyða tímanum í „óstabíla“ (óstöðuga) menn (eða konur því að skipta)? Menn sem nota fólk, eyða peningum eða tilfinningasamböndum, svindla, halda framhjá, mömmustráka, fíkla eða þá sem eru dauðhræddir við skuldbindingu? Ert þú alltaf í leit að einhverju sem eitrar líf þitt, einfaldlega?

Ef þú virðist alltaf enda í samböndum með mönnum sem eru óstöðugir, tilfinningalega, EKKI til staðar, virða þig ekki eða særa gæti þessi grein átt við þig. Það er ekki rökrétt gagnvart þér (eða fólkinu í lífi þínu) að endurtaka alltaf sömu mistökin. Þú sérð „rauðu flöggin“ en hunsar þau.

Auglýsing

Kannski áttir þú óstöðugt samband við föður þinn eða föðurímyndina. Kannski braut fyrsta sambandið þitt þig niður. Getur verið að þú sért að laða að þér menn sem spegla þetta ósnertanlega, höfninina eða afskiptaleysið í æsku varðandi hitt kynið sem þú ert sífellt að endurupplifa?

Þú hefur þessa sviðsmynd, svo að segja fyrir augunum, og hefur tilhneigingu til að endurtaka mynstrið….aftur, og aftur og aftur…

Ert þú í sífellu hrifin af mönnum sem þarf að „laga?“ Þú þekkir galla hans og vilt í sífellu gera hann að verkefni sem þú þarft að leysa. Hann þarf þína hjálp! Þú gefur og gefur af sjálfri þér, leiðréttir, gefur ráð og reynir að vera til staðar. Þú gefur alla þína ást og blíðu aðeins til að upplifa vonbrigði…þú verður ringluð og finnur fyrir höfnun. Af hverju? Jú, hann bregst ekki við eins og þú vildir.

Ertu að leita að röngum eiginleikum?

Kannski ertu óviss með forgangsröðunina. Hittir þú einungis menn sem eru myndarlegir? Þéna þeir ágætlega? Ertu að fókusera á eitthvað sem lætur þér alltaf líða sem þú sért í öðru sæti? Þú ættir kannski að horfa á eiginleika sem byggja á heilbrigðu viðhorfi til sambanda almennt.

Sérð þú mynstur?

Eitt aðaleinkenni sambanda er að við erum heilluð og löðumst að því sem við þurfum virkilega að vinna í okkur sjálfum. Við erum dæmd til að endurtaka mistökin þar til við viðurkennum og vinnum í okkar göllum, ótta og vanköntum.

Auglýsing

Við þurfum að horfa á okkar eigin vanvirkni til að hætta að laða þessa vanvirkni að okkur í makavali! „Know It All Nancy“ getur hjálpað þér (hún er alveg frábær) – horfðu á myndbandið og sjáðu hvað við eigum við!

(Ps. þú ert frábær eins og þú ert! ♥)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!