Fyrir áratug síðan geisaði fellibylurinn Katrina sem næstum tók niður borgina New Orleans. Fellibylurinn var bæði mannskæður – þúsundir létust og margar fjölskyldur urðu heimilislausar.
Leikarinn góðkunni, Brad Pitt, var djúpt snortinn af þessum hörmungum að hann bjó til góðgerðasamtökin Make It Right til að hjálpa fórnarlömbunum sem urðu hvað verst úti.
Hverfið sem fékk verst að finna fyrir fellibylnum, Lower Ninth Ward, hefur nú verið endurbyggt fyrir tilstuðlan hans og góðs fólks. Peningar sem söfnuðust urðu til þess að hundruðir húsa gátu risið á sama stað. Ráðnir voru færir arkitektar og engu til sparað eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Ekki lét hann þar við sitja því hann tók þátt í ferlinu alla leið.