KVENNABLAÐIÐ

Marokkóskur boxari handtekinn í Ólympíuþorpinu, grunaður um kynferðisbrot

Hassan Saada, 22 ára, hefur verið handtekinn í Ólympíuþorpinu í Brasilíu. Er hann í varðhaldi fyrir að vera grunaður um að hafa áreitt og brotið kynferðislega á tveimur konum sem unnu þar við ræstingar í Ólympíuþorpinu í Rio de Janeiro. Fyrsta keppni Hassans sem er frá Marokkó átti að vera á laugardag en hann keppir í léttvigtarflokki. Var hann dæmdur í 15 daga gæsluvarðhald og er líklegt hann missi af þeim bardaga.

Brasilíska fréttastofan O Globo greinir frá þessu (á portúgölsku). Segir þar að boxarinn hafi ýtt einni þernunni upp að vegg, otað mjöðmum sínum að henni og reynt að kyssa hana. Hin þernan segir að hann hafi kreist brjóst sín og gert óviðeigandi handarmerki (kynferðisleg) að henni. Marokkóska liðið eða Ólympíunefndin hefur ekki tjáð sig um atvikið.

Hassan
Hassan

Dómarinn, Larissa Nunes Saly, segir að nauðsyn sé að halda honum í varðhaldi meðan málið væri rannsakað til að koma í veg fyrir að hann flýði úr landi.

Ólympíuleikarnir 2016 hefjast í kvöld á Marcana leikvanginum. Þar munu íþróttamenn frá 206 löndum taka þátt. Milljarðar manna munu fylgjast með í sjónvarpinu, en Brasilía hefur verið gagnrýnd mjög í aðdraganda leikanna, bæði vegna öryggismála, Zika vírusins, aðbúnaðar og mengunar í vötnum borgarinnar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!