KVENNABLAÐIÐ

Karlmenn: Það er Í LAGI að gráta!

Yfir milljón manns hafa séð þetta myndband: Bruce sem er níu ára gamall brast í grát þegar hann reyndi að brjóta viðarbút á æfingu í Cave of Abdullam. Æfingamiðstöðin er fyrir drengi og karlmenn í Detroitríki í Bandaríkjunum og byggist á trú og kenningum sem kallast Musar Ru. Prógrammið er byggt á hinum ýmsu sjálfsvarnaríþróttum og hjálpar karlmönnum að ná stjórn á tilfinningum sínum á jákvæðan hátt.

Bruce átti erfitt með þessa æfingu og brast í grát. Ákvað miðstöðin að dreifa henni á Netinu þar sem stjórnendur vildu hvetja alla til að leyfa sonum sínum að gráta þegar þeir mæta tilfinningalegum hrindrunum og hjálpa þeim í gegnum þær af þolinmæði.

Auglýsing

Jason Wilson, þjálfarinn sem við sjáum leiðbeina þessum unga manni í gegnum erfiða reynslu, segir: „Það eru fullt af öðrum hlutum í lífinu sem eiga eftir að vera erfiðari en þessi.“ Jason leiðbeinir þessum unga manni og segir honum að áskoranir eigi eftir að valda gráti. Þetta er afskaplega þörf áminning til foreldra sem stundum skamma syni sína fyrir að gráta og segja: „Karlmenn gráta ekki.“ Gráturinn er einmitt meðalið til að skilja tilfinningar sínar og hugsanir betur og fá útrás fyrir þær á heilbrigðan hátt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!