KVENNABLAÐIÐ

Fluttur á spítala eftir að hafa beðið eftir ástinni sinni í 10 daga á flugvellinum

Taldi sig hafa fundið ástina á Netinu: Alexander Pieter Cirk, 41, flaug nýlega frá Hollandi til Hunanhéraðs í Kína í þeirri von að hitta Zhang sem hann taldi að væri ást lífs síns. Hún mætti þó aldrei á flugvöllinn en Alexander beið…og beið…í alls 10 daga samfleytt. Sagði Alexander í samtali við fjölmiðla að þau hefðu kynnst á stefnumótaappi og hefðu talað saman í tvo mánuði. Taldi hann ekki annað en um bullandi rómantík væri að ræða en Zhang var greinilega ekki sömu skoðunar.

Auglýsing
Mynd af hinni 26 ára Zhang
Mynd af hinni 26 ára Zhang

Alexander neitaði að yfirgefa flugvöllinn og eftir 10 daga var ákveðið að hringja á sjúkrabíl þar sem hann var andlega úrvinda og haldinn næringarskorti.

Zhang kom fram í Hunan TV eftir allt saman og sagði að hún hefði talið manninn vera að grínast: „Við töluðum saman á rómantískum nótum já, en svo varð hann eitthvað fjandsamlegur við mig. Einn daginn sendi hann mér mynd af flugmiðunum sínum en ég hélt hann væri að grínast því við höfðum svo ekkert samband eftir það. Zhang segir að þegar Alexander lenti á flugvellinum var hún í öðru héraði að undirgangast lýtaaðgerð og hafði því slökkt á símanum sínum.

Auglýsing
Maðurinn fluttur á spítala eftir að hann var aðframkominn
Maðurinn fluttur á spítala eftir að hann var aðframkominn

Maðurinn er nú floginn aftur til síns heima en Zhang sagði að hún væri alveg til í að hitta hann eftir að hún væri búin að jafna sig! Spurning hvort hann myndi treysta sér í annað ferðalag?

Heimild: BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!