Klukkan er fimm á þriðjudegi eftir langan vinnudag. Umferðin er ekki að skora mjög hátt hjá þér og vöðvabólgan að gera útaf við þig. Þú tekur tvær íbúfen og lífið verður fljótlega aðeins betra – íbúfenið gerir kraftaverk. Á þetta við um þig? Er þetta óþægilega kunnugleg sena? Þá er heppnin mögulega með þér!
Vísindamenn við Buck Institute for Research on Ageing í Kaliforníu tilkynntu á dögunum niðurstöður rannsóknar þar sem ormar og flugur voru prófaðar með reglulegum skammti af íbúfeni og aukaverkanirnar voru alveg ótrúlegar. Þeir ormar og flugur sem var gefið íbúfen reglulega lifðu allt að 15% lengur en dýrunum sem ekki var gefið íbúfen.
Ef lyfið hefur sömu áhrif á manneskjur gæti það þýtt auka 12 ár!
Þrátt fyrir þessar góðu fréttir er ekki mælt með því að taka íbúfen af miklum krafti, því það getur valdið magasári, liðagigt og getur aukið líkur á hjartasjúkdómum og ófrjósemi.