KVENNABLAÐIÐ

Nýja Disneyprinsessan er flott fyrirmynd

Út frá feminísku sjónarhorni hafa ekki margar Disneyprinsessur verið fullkomnar fyrirmyndir: Litla hafmeyjan, Alladín, Beauty and the Beast. Í öllum þessum myndum sjáum við fullorðnir að þær flytja skelfilegan boðskap til ungra kvenna á mótunaraldri.

Ariel prinsessa gaf rödd sína og síðar fjölskylduna eftir ást við fyrstu sýn (Eric prins). Jasmín prinsessa: Hennar stærsti sigur var að neita að giftast konungbornum manni og sætti sig við fátækan Alladín. Á meðan Bella var bókelskandi mær, var áherslan lögð á fegurð hennar en ekki gáfur.

Aðeins ein lituð kona hefur verið Disneyprinsessa – Tiana í Prinsessunni og froskinum. Þrýst hefur verið á fyrirtækið að framleiða og kynna fyrstu samkynhneigðu prinsessuna Elsu í Frozen með kassamerkinu #GiveElsaAGirlfriend á Twitter.

Auglýsing

Í janúarmánuði 2015 tilkynnti fyrirtækið að það myndi búa til spænskættaða prinsessu – Elenu af Avalor í nýjum seríum á Disney Channel. Sýnir teiknimyndin sem nýlega var frumsýnd spænskættaða fjölskyldu á gamansaman hátt og þykir þeim takast vel til.

elena 2

Fjalla þættirnir um Elenu sem er 16 ára prinsessa. Hún missti foreldra sína (vond galdranorn myrti þau) en er nú í þáttunum að leita leiða til að stjórna konungdæminu af Avalor. Í fyrsta þættinum bjargar hún ungri systur sinni og lærir um lýðræði á erfiðum tímum í þjóðfélaginu.

Hún hefur mikið hugrekki til að stjórna konungdæminu og þegar hún þarf á ráðleggingum að halda flettir hún upp í stjórnarráðsreglum Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem þekktur er fyrir að styðja jafnréttismál.

Auglýsing

Aimee Carrero er rödd Elenu og segir að það sem heilli hana mest við Elenu er að hún er þrautseig, gölluð, fyndin og hafi samúð: „Það besta er þó við hana að þegar henni mistekst reynir hún alltaf aftur,“ segir Aimee.

Aimee Carrero
Aimee Carrero

 

Kannski það merkilegasta við Elenu af Avalor er að það er enginn prins nálægt. Allir karlmennirnir í þáttunum eiga einungis platónískt samband við hana. „Hún er sín eigin hetja,“ segir Aimee. „Ég held það sé afleiðing þess sem á sér stað með nýju kynslóðunum. Fólk finnur sér maka síðar, eignast börn síðar. Elena er fókuseruð á vinnuna sína og að þroskast andlega og ég tel það eigi vel við ungar konur í dag.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!