Ólympíuleikarnir í Ríó árið 2016 hefjast innan fárra daga. Guanabara flóinn þar sem fjöldi vatnsíþrótta á að eiga sér stað er svo ofboðslega mengaður að einn læknir sagði í viðtali við The New York Times að íþróttafólkið væri „bókstaflega að synda í mannaskít.“ Ástralska liðið hefur nú þegar tilkynnt að Ólympíuþorpið sé ekki íbúðarhæft og margir íþróttmenn neita að dveljast þar.
Nú er varað við að þar sem sund- og bátaíþróttir eiga að standa yfir, sé vatnið svo mengað og muni ekki vera hægt að hreinsa það í tæka tíð fyrir leikana. Í raun hafa prófanir sýnt að Guanabara flóinn sé mengaðri af sjúkdómsvöldum og bakteríum en haldið hafi verið í fyrstu.
„Haldið munninum lokuðum!“
Hefur verið sagt við íþróttafólk að halda munninum lokuðum í vatninu – annars sé hætta á sýkingum og sjúkdómum komist það í tæri við vatnið. Afrodite Zegers, meðlimur hollenska siglingaliðsins, segir að þau hafi verið að fylgja þeim ráðum og loka munninum þegar vatn skvettist yfir bátinn.
Fólk hefur sagt að flóinn „lykti eins og skítur því hann sé fullur af skít.“ Ekkert hefur breyst á þeim sjö árum frá því að tonnum af skólpi sé veitt í flóann á hverjum degi. Stækjan er stundum óbærileg og fólk hefur bæði séð saur, lík og dýrahræ á floti í vatninu.
Innpakkað lík sást á floti – skömmu frá ströndinni þar sem blakliðin eiga að spila:
Yfirvöld segja að ástandið sé ekki jafn slæmt og af sé látið – sterkir straumar þýði að óhætt sé að synda um. En fyrr í þessum mánuði fundu vísindamenn ótal bakertíur í vötnum Brasilíu; m.a. þær sem orsaka lungnabólgu, blóðsjúkdóma og iðrasýkingar.
Ástæðan er einföld: Skólpi frá 9 milljónum er pumpað í vötnin og sjóinn, helmingurinn er óhöndlaður. Embættismenn frá Rio de Janeiro lofuðu að minnka mengun um 80% á þeim tíma sem þeir kepptu um að fá að halda Ólympíuleikana en nú virðist ólíklegt að það loforð muni standa.