KVENNABLAÐIÐ

Hvað gerist í líkamanum ef þú borðar sellerí á hverjum degi?

Margir halda að sellerí (seljurót/blaðselja) sé grænmeti sem ekki innihaldi neitt annað vatn og skorti önnur vítamín sem finna megi í öðru grænmeti. Slík ályktun er þó röng því sellerí er fullt af næringu – vítamínum, andoxunarefnum og öðru til að halda líkamanum heilbrigðum.

Að borða meira sellerí á degi hverjum getur breytt ýmsu í líkamanum. Til dæmis má nefna að daglegt át getur verndað og styrkt sjónina og jafnvel bætt útlit hvítunnar – gert hana hvítari.

Auglýsing

Hér er útlistað hvaða gagn grænmetið gerir sérstaklega:

Vinnur gegn bólgum

Sellerí inniheldur fjölda pólýsakkaríða án sterkju sem vinna gegn bólgum. Einnig vinna þau gegn geislun úr umhverfinu.

Lagar frumur og verndar þær

Sellerí inniheldur meira en tug andoxunarefna, s.s. K-vítamín og lunularin sem er ófáanlegt úr öðru en selleríi og þara. Stuðlar efnið að losun stresshormóna og hjálpar frumunum að vinna betur og verndar þær.

Hjálpar til við að vinna að hitastillingu líkamans

Hátt vatnsmagn er í selleríi og inniheldur náttúrulega sýrustilla. Þannig jafnar það hitastig líkamans bæði með að gefa honum raka og kæla hann á heitum degi.

Getur hjálpað til við að koma í veg fyrir magasár

Sellerí inniheldur etanól sem hjálpar til við að mynda húð inná meltingarfærunum, s.s. verndar þau. Einnig kemur það í veg fyrir loftmyndun! Sellerí getur líka hjálpað ef um þvagfærasýkingu er að ræða, líkt og trönuber: Hjálpar til við að auka þvagmyndun ásamt minnka skaðleg efni í þvagi.

Auglýsing

Hjálpar til við þyngdarstjórnun

10 kaloríur á stilk! Sellerí er eitt það kaloríulægsta sem þú getur látið ofan í þig, samt fullt af vítamínum og næringarefnum. Það hjálpar til við að koma reglu á brennsluna og gefur þér fyllingu – og þannig minnkar sykurlöngun.

Síðast en ekki síst hjálpar sellerí til við að lækka kólesteról og kemur í veg fyrir hækkun blóðþrýstings.

Meðfylgjandi myndband sýnir enn frekar dásamlega eiginleika þessa grænmetis ef þið hafið áhuga!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!