Láttu þennan leik ekki framhjá þér fara! Nýlega var hafin sala á nýjum spænskum vínum Vínbúðunum sem eru að slá í gegn þetta sumarið. Nafnið segir sína sögu og er afar auðvelt að muna. Penasol heita vínin og hver vill ekki fá pena sól í líf sitt í sumar?! Þetta eru með mest seldu léttvínum á Spáni og margir Íslendingar sem eflaust muna eftir þeim frá Spánardvöl sinni. Það besta við vínin eru líka verðin því þau eru á afar hagstæðu verði svo ekki sé meira sagt.
Ódýrustu vínin í Vínbúðunum
Það er skemmst frá því að segja að tvenn fernuvínanna frá Penasol eru ódýrustu vínin í Vínbúðunum í dag og yfirhöfuð eru öll vínin á ótrúlega hagstæðu verði.
Vínin fást í 75 cl flöskum, 3ja lítra boxum og kannski það sem hentar best í útileguna í sumar: Líters fernurnar. Um er að ræða þurrt freyðivín, hvítvín og rauðvín og unaðslegt Sangría vín. Fyrirtækið sem framleiðir þessi vín ásamt mörgum öðrum heitir Felix Solis og er eitt stærsta fjölskyldurekna fyrirtækið á Spáni. Vínin koma frá La Mancha vínsvæðinu.
Það eru til tvær gerðir af Penasol í flöskum, Penasol Seleccion Airen sem kostar kr. 1.500 og Penasol Seleccion Shiraz sem kostar kr. 1.560. Bæði ekta vín til að hafa á pallinum og með grillinu.
Fernuvín hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og hér eru komin fjögur ný vín í fernum á ótrúlegu verði. Reyndar eru tvö þeirra þau ódýrustu á Íslandi!
Penasol Vina Blanco Airen 1 l kostar kr. 1.490 og Penasol Vino Tinto Tempranillo kostar litlar 1.590 krónur en þessi vín eru nú ódýrustu fernuvínin á Íslandi. Það er ótrúlegt að fá heilan líter á þessu verði!
Penasol Vino Blanco og Penasol Vino Tinto kostar kr. 1.790 og og ástæðan fyrir þessu hærra verði er einfaldlega hærra áfengismagn.
Penasol Seleccion Tempranillo Garnacha er síðan í 3ja ltr kassa og á alveg frábæru verði eða kr. 5.290!
Það má svo ekki gleyma Penasol Mousseux Brut sem er þurrt flott freyðivín á vafalítið lægsta verði fyrir þurrt freyðivín í Vínbúðunum eða á 1.390 krónur.
Rúsínan í pylsuendanum er svo Penasol Sangría sem kemur í líters fernum og drykkirnir gerast ekki sumarlegri. Líters fernan kostar ekki nema kr. 1.090 og ef þetta hentar ekki vel í partíin og útilegurnar þá vitum við ekki hvað. Skella bara klaka útí ásamt appelsínu- og eplasneiðum og maður er kominn til Spánar!
Fullt af veglegum vinningum er í pottinum og það eina sem þú þarft að gera er að smella á myndina hér að neðan og taka þátt! Annars er Vínbúð eflaust í næsta nágrenni við þig.