Hvernig þú hefur daginn hefur ýmislegt að segja um hvernig lífi þú lifir. Kaffi og sígó er t.d. ekki góð leið til að hefja daginn! Vinsælt er nú að drekka sítrónuvatn á morgnana en það er hinsvegar til betri leið til að njóta alls þess sem sítrónan hefur uppá að bjóða.
Þú notar ekki alla sítrónuna – allt hið heilnæma sem kjötið og börkurinn hefur til að bera. Ef þú sýður heila sítrónu muntu hinsvegar gera það!
Þetta er súpergóð uppskrift:
Innihald:
6 sítrónur (við mælum með lífrænt ræktuðum)
600 ml. vatn
Hunang (ef óskað)
Aðferð:
Skerðu sítrónurnar í helminga og settu þær í vatnið í potti.
Láttu sjóða í 3 mínútur
Seyðið látið kólna í 10-15 mínútur
Síið seyðið – þ.e. fjarlægið allt auka
Drekktu!
Hægt er að geyma seyðið í ísskáp og bragðbæta má með hunangi.
Það sem maður græðir á að drekka þetta daglega:
Styrkir ónæmiskerfið
Kemur hugsanlega í veg fyrir kvef
Gefur þér ótrúlegt orkuskot
Hjálpar meltingunni
Hefur andoxandi áhrif á allan líkamann
Þú færð glansandi og fína húð
Frískar andardráttinn
Hjálpar við að minnka magamál
Eykur orku og léttir lund!
Með öðrum orðum þá er þetta eitt það besta sem þú getur hafið daginn á. Þessar sex sítrónur ættu að duga í eina viku. Það má drekka það kalt líka.