Það eru allir orðnir yfir sig þreyttir á dömubindaauglýsingum sem sýna konur sem dansa um í hvítum kjólum á grænum engjum eða svífa um á vængjum dömubindanna eins og lofttegundir. Þessi dömubindaauglýsing segir það sem við allar hugsum. Við látum blæðingar ekki stoppa okkur við neitt – hvort sem það er fjallaklifur, bardagaíþróttir eða víðavangshlaup.
