Guðrún Elísa Högnadóttir deilir í opinni færslu á Facebook mynd af hádegismatnum hjá Eir en Eir er eitt af stærstu hjúkrunarheimilum landsins. Á vefsíðunni www.eir.is segir:
„Boðið er upp á fjölbreyttan og hollan heimilismat í mötuneytum fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna, öryggisíbúðanna sem og fyrir starfsmenn og gesti, sbr. útgefna matseðla. Næringarfræðingur veitir ráðgjöf um samsetningu máltíðanna.
Eldað er eftir 8 vikna rúllandi matseðlum með tilfallandi breytingum en að jafnaði eru eldaðir um 550 matarskammtar í hvert mál. Tvö kvöld í viku er heimilsfólki boðið upp á fullkomna máltíð, heitan eðan kaldan mat. Önnur kvöld er borinn fram léttari matur, brauð með áleggi ásamt grautum eða súpum. Íbúar í Eirarhúsum og Eirhömrum er boðið upp á að kaupa heimsenda matarbakka á kvöldin.“
Eitthvað virðist matseldinni vera ábótavant í dag því Guðrún Elísa tók mynd af matnum sem boðið var upp á í dag og segir:
„Þetta er lasagna a la Eir, hver vildi borða þennan mat? Var í hádegismat fyrir íbúa 14.júlí,“