Héldust í hendur þegar þau skildu við: George og Arly Rodriguez frá San Antonio í Bandaríkjunum fögnuðu 58 ára brúðkaupsafmælinu sínu þann 1. júní síðastliðinn. Þann 7. júlí létust þau bæði með örfárra klukkustunda millibili.

Þau höfðu bæði fengið heilabilun og fyrir nokkrum mánuðum fékk George heilablóðfall. Þegar stundin var upprunnin og var ljóst að þau myndu ekki lifa lengi í viðbót voru þau bæði í sjúkrarúmum á heimili sínu með fjölskyldunni þessar síðustu stundir. Þau héldust í hendur til æviloka.