Kynlíf er ekkert grín ef marka má þessar furðulegu frásagnir af fólki sem í raun og veru lét lífið við athöfnina.
Förum aðeins yfir þetta…
Kirsten Taylor, 29 ára frá Pennsylvaniu í Bandaríkjunum, fannst meðvitundarlaus í janúar árið 2008. Var hún færð á spítala þar sem hún lést. Lögreglan ákærði eiginmann hennar, Toby, 37 ára fyrir manndráp af gáleysi og hættulegt athæfi.
Svo – hvað gerðist? Parið notaði reglulega rafmagn til að hleypa „stuði” í kynlífið en hlutirnir fóru til fjandans þegar Toby (óvart) gaf Kirsten banvænan skammt með afskorinni rafmagnssnúru úr hárblásaranum hennar.
Maðurinn sem myrti elskuhuga sinn með gúrku
Þýskur sölumaður, Oliver Dietmann, 46 ára myrti óvart elskhuga sinn Rica Varna (46 ára) með…..gúrku.
Í júlí árið 2014 notaði Oliver gúrkuna til að veita Ritu unað. Þegar gúrkan hafði náð ætluðum árangri setti hann gúrkuna í munn hennar. „Þegar ég hafði sett gúrkuna þangað sá ég reyk koma frá eldhúsinu. Ég hafði gleymt kjötinu í ofninum en ég hafði verið elda það fyrir hundinn.“
Þegar hann fór aftur í svefnherbergið fann hann Ritu meðvitundarlausa. Sérfræðingar áætluðu að grænmetið hefði fest í hálsi hennar, klippt á loftflæðið og varð hún því meðvitundarlaus. Dó grunlaus Rita af þeim völdum. Oliver var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en fór aldrei í fangelsi. Hann fékk 20 mánaða skilorðsbundinn dóm og var gert að greiða 6000 Evra sekt.
Leikarinn sem dó vegna sjálfsfróunar-köfnunar-blæti
Árið 2009 dó David Carradine (Kung Fu og Kill Bill stjarna) í skáp á hóteli í Bangkok. Snara var utan um háls hans og kynfæri og af því leiddi að lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að dánarorsök væri af völdum hættulegra kynlífsathafna.
Talið er að David hafi látist af völdum þess að fróa sér ásamt því að takmarka súrefnisflæðið. Tvær fyrrverandi konur hans, Gail Jensen og Marina Anderson báru þess vitni að David hefði haft þessa áráttu þegar þau voru saman.
Maðurinn sem tók of mikið af stinningarlyfinu Viagra og lést af völdum hjartaáfalls.
Tvær konur veðjuðu að rússneski bifvélavirkinn Sergey Tuganov (28 ára) myndi ekki þola 12 tíma kynlífstörn. Hann tók glaður við veðmálinu, slurkaði niður heilli flösku af Viagra og fékk hjartaáfall og lést.
Maðurinn sem lést við að reyna að nauðga eldri konu
Instant Karma!
Hinn 53 ára Chavelo Guiterrez braust inn til 77 ára gamallar konu í Refugio, Texas. Hann byrjaði að káfa á henni en hætti snögglega og sagði að honum liði ekki vel. Hann hætti í nokkur andartök en hélt síðan ógeðfelldri iðju sinni áfram og reyndi að nauðga henni. Síðan féll hann á gólfið og fórnarlambið hringdi í dóttur sína. Áfengislykt var af manninum. Dóttirin hringdi í lögregluna og þegar hana bar að garði var maðurinn dáinn.
Leynilegur ástarfundur í Philadelphia Park sem endaði með morði
Árið 2015 hittust elskendurnir Shakoor Arline, 25 ára, og Lisa Smith, 32 ára, í almenningsgarði í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Þegar borgarstarfsmenn voru að hirða rusl daginn eftir sáu þeir eitthvað óeðlilegt við jeppa sem lagt var í bílastæði við garðinn. Þeir athuguðu málið og þar voru tvö sundurskotin lík en þau höfðu verið skotin margoft í höfuðið.
Konan var nakin og maðurinn hálfklæddur. Morðinginn var einhver sem, samkvæmt lögreglu, var „virkilega illa“ við að þau væru að hittast. Var þetta því framhjáhald af hálfu beggja, en ætlaði konan að stinga af með manninum.
Ástralski stjórnmálamaðurinn sem lést í kynlífi með fyrrverandi kærustu sonar síns
Sir Billy Snedden úr frjálslynda flokki Ástrala fannst látinn í hótelherbergi Rushcutters Bay Travelodge í Sydney í júnímánuði árið 1987. Lögreglan sagði hann hafa fundist með smokk á sér og hefði látist af völdum hjartaáfalls. Konan sem hann hafði verið að sofa hjá flúði vettvanginn til að forðast hneyksli.
Sonur Billys, Drew Mackie Forsyth Snedden, sagði að þessi tiltekna kona hafi verið gömul kærasta hans sem hafði tekið upp samband við föður hans (hún var mun yngri en Billy 61 árs). Drew vissi ekki hvernig sambandi þeirra hefði nákvæmlega verið háttað en sagði föður sinn hafa átt margar vinkonur: „Ég held að sá gamli hafi skilið glaður við – allir myndu verða ánægðir að deyja við „skyldustörf.“
Rockefeller sem dó með aðstoðarkonu sinni
Árið 1979 var Nelson Rockefeller – borgarstjóri New York borgar í fjögur tímabil og fyrrum aðstoðarforseti Bandaríkjanna – með aðstoðarkonu sinni, hinni 25 ára gömlu Megan Marshack, í sumarbústað sínum. Fékk hann hjartaáfall við samfarir við hana en þurfti þetta að fara leynt, þar sem fjölskyldan óttaðist almennt hneyksli – enda af Rockefeller ættinni sem þekkt er fyrir gríðarleg völd í landinu.
Leyfði fjölskyldan því enga krufningu og fór útförin skjótt fram. Æskuvinur hans, Joseph E. Persico, hefur þó tjáð sig um dauðdaga Nelsons: „Það var þekkt meðal allra að hann var með ungri konu sem vann fyrir hann. Samskipti þeirra voru afar náin og af þeim sökum lést hann þetta kvöld.“ Enginn annar fjölskyldumeðlimur hefur tjáð sig um dauða hans, fyrr eða síðar.
Tveir páfar sem létust við kynlífsiðkun
Klerkarnir eru ekki undanskyldir hneykslismálum þegar kemur að kynlífi. Páfinn Leo VII lést árið 939 þegar hann hafði samfarir við kærustu sína.
Páll páfi II var við völd 1464-1471. Hann lést við undarlegar kringumstæður en talið er að hann hafi verið að misnota ungan kórdreng.