Hey – systur: Hættið að góna á þennan skorna þarna í ræktinni og farið frekar að svipast um eftir tvífara Homers Simpson. Við erum ekki að grínast!
Tyrknesk rannsókn leiddi í ljós að menn með sjáanlegar bumbur endast mun lengur í rúminu en grennri menn. Rannsakað var BMI karlmanna og frammistaða í rúminu meðal 200 karlmanna sem annars vegar leituðu sér hjálpar vegna stinningarvandamála á móti 100 sem ekkert var að.
Niðurstaðan? Jú menn með hærra BMI entust í 7,3 mínútur á meðan grennri hópurinn entist aðeins í 2 mínútur!
Já, ekki meira um það. Fimm mínútur er heillangur tími, þannig séð. Og munurinn milli hópanna….þessir þykkari entust þrisvar sinnum lengur en grennri mennirnir. Annað: Þessir grennri þjáðust líka af ótímabæru sáðláti.
Getnaðarlimurinn er oft mælikvarði á heilsu manna, er sagt. Á þá eki að vera samhengi þarna á milli? Nei – vísindamenn segja málið flóknara en svo. Því meiri magafita hjá karlmönnum – því meira af kvenhormóninu estradiol – sem þýðir að fullnægingin kemur seinna hjá þeim belgmeiri.
Heimild: YourTango