KVENNABLAÐIÐ

Betra er að vera ein/n en í óhamingjusömu sambandi

Rannsóknir hafa nú leitt í ljós að betra er að vera einhleyp/ur en með rangri manneskju. Rannsóknin var birt í Journal of Family Pscychology og sýnir að sambönd hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar.

Rannsökuð voru tvö hundruð pör sem voru í alvarlegu sambandi í a.m.k. tvö ár. Margir halda að betra sé að hitta einhvern eða einhverja til að líða ekki jafn einum/einni, jafnvel þó við séum ekki algerlega hamingjusöm með þessari tilteknu manneskju. Sú ástæða dugir þó skammt þegar tekið er tillit til heilsu okkar. Niðurstöðurnar sýndu að mökum sem líður vel í samskiptum við hinn, skilningur ríkir og rifrildi eru ekki daglegt brauð hafa betri almenna heilsu.

Samkvæmt aðalrannsakandanum, Ashley Barr, er skortur á stöðugleika eða jafnvægi í sambandi tengdur við þunglyndi, alkóhólisma og verri heilsu yfir höfuð.

Önnur rannsókn var framkvæmd og birt í Psychosomatic Medicine. Þar komu fram ótrúlegar tölur: Til dæmis má nefna að hjartveiki er 8,5% algengari hjá pörum sem rifust mikið en þeirra sem lifðu í sátt og samlyndi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!