Söngkonan ástsæla Helga Möller er eðlilega öskureið og ekki sátt við framkomu Björns Steinbekk sem seldi fjölda Íslendinga miða á leikinn í gær en sveik þá svo um efndir. Sjá færslu Helgu á Facebook hér fyrir neðan.
Björn sagðist sjálfur hafa verið svikinn
Björn hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi verið svikinn af umboðsmanni UEFA í viðtali við RÚV:
„Eftir leik Íslands og Englands hafði fólkið, sem hafði útvegað mér miða fyrir þann leik, samband við mig. Mér var boðið að selja miða fyrir leik Íslands og Frakklands.Þetta er maður sem sér um miðasölu fyrir bæði ítalska og portúgalska knattspyrnusambandið. Hans tengiliður og sú sem átti að afhenda mér miðana hér í París er yfirmaður miðasölu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir keppnina í ár. Ég er með gögn frá henni um að mér hafi verið lofaðir miðar.“
Fréttastofa RÚV hefur hrakið þá skýringu Björns í frétt sem segir:
UEFA kannast ekki við miðasölumann Björns
„Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu staðfestir í samtali við fréttastofu að tölvupóstur sem Björn Steinbekk fékk frá þeim aðila, sem hugðist útvega honum miða á leik Íslands-Frakklands í gær, væri falsaður. “
Í frétt RÚV segir ennfremur og þar haft eftir fjölmiðlafulltrúa UEFA:
„Knattspyrnusambands Evrópu, sem hefur ítrekað brýnt fyrir almenningi að einungis sé hægt að kaupa miða beint af sambandinu. Miðar sem ekki séu keyptir beint af sambandi séu yfirleitt falsaðir eða ógildir og í þokkabót seldir á okurverði.
Söngkonan Helga Möller er ein þeirra sem tjáði sig á Facebook í gær: