KVENNABLAÐIÐ

Lars telur líkur á að við hrellum Frakka og komumst í undanúrslitin

Lars Lagerbäck annar þjálfari íslenska landsliðsins segir í viðtali við breska dagblaðið The Mirror að liðið hafi reynt að halda sér í öruggu skjóli þrátt fyrir alla athyglina sem íslenska liðið fékk eftir sigurinn við England – enda séu þeir að undirbúa sig fyrir leikinn við Frakka á morgun.

„Ég held og trúi að við munum skilja Frakka eftir með nokkrar ósvaraðar spurningar.“

Screen Shot 2016-07-02 at 21.25.34

Lars segir:

„Það er erfitt að segja hvort leikurinn á morgun er sá mikilvægasti sem ég hef komið að því þegar þú ert þátttakandi í stórri keppni þá ertu bara inni í ákveðnum hjúpi, þar sem næsti leikur alltaf sá mikilvægasti.“

Lars heldur áfram: 

„En auðvitað er það þannig að þegar við eigum möguleika á því að komast í undanúrslitin þá er það auðvitað mikilvægasti leikur sem ég hef komið að. Ég held og trúi að við munum skilja Frakka eftir með nokkrar ósvaraðar spurningar.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!