Þegar þú dvelst á hóteli skaltu upphala myndinni af hótelherberginu með appinu TraffickCam. Með því er hægt að sjá á hvaða hótelum glæpamenn stunda sína iðju, hvaða hótel þeir velja helst og þegar birt er mynd af hótelherbergi fer allt af stað. Upphalir þú mynd fer myndin í gagnagrunn TraffickCam sem nú þegar inniheldur 1,5 milljónir mynda frá yfir 145.000 hótelum í Bandaríkjunum.
Þannig er hægt að senda björgunarsveit af stað með litlum fyrirvara og vonandi bjarga fórnarlömbum mansals sem eru yfir 20 milljónir á heimsvísu. Einn lítill smellur gæti bjargað mannslífi – er það ekki það sem veitir öllum von?