KVENNABLAÐIÐ

10 ára drengur lífshættulega feitur: Vegur 192 kíló

Hann hefur verið nefndur „feitasti drengur í heimi“ og hafa foreldrarnir gripið til þess afarráðs að setja hann í stífa megrun því þau eru hætt að finna föt á hann.

ob6

Arya Permana frá Vestur-Java héraði í Indónesíu er einunigs 10 ára gamall en nálgast nú 200 kílóin. Hann þarf að klæðast hefðbundnum sarong heimamanna þar sem ekki er hægt að finna svo stór föt í búðum fyrir hann. Borðar Arya fimm máltíðir á dag og hefur hætt í skólanum þar sem hann getur ekki gengið lengur.

ob1

Kvartar Arya stöðugt yfir andþyngslum og er nú á stífum matarkúr sem inniheldur eingöngu brún hrísgrjón. Móðir hans segir hann vera stöðugt hungraðan og geti borðað tvöfaldan fullorðinsskammt af öllum máltíðum. Máltíðirnar samanstanda af hrísgrjónum, fiski, kjöti, grænmetissúpu og Tempeh sem er sojaréttur sem tveir fullorðnir geta borðað alla jafna bara tveir.

 

Auglýsing

 

ob2

„Hann er alltaf þreyttur,“ segir móðir hans. „Hann á erfitt með andardrátt og ef hann er ekki borðandi eða sofandi er hann í sundlauginni þar sem hann eyðir mörgum klukkutímum. Hann er að stækka svo ört og ég hef miklar áhyggjur af heilsu hans. Ég kann enga aðra leið en láta hann borða minna.“

ob3

Aryah getur ekki tekið nema örfá stutt skref í einu en þá missir hann jafnvægið. „Ég vildi óska þess að sonur minn gæti leikið sér við jafnaldrana og farið í skólann.“

 

ob4

Er Arya seinni sonur hjónanna Rokayah og Ade Somantri og fæddist hann heima við eðlilegar kringumstæður og var 3,2 kíló þegar hann fæddist.

Arya var eðlilegt barn að þyngd og vexti (Allar myndir Jefta/Barcroft)
Arya var eðlilegt barn að þyngd og vexti (Allar myndir Jefta/Barcroft)

Þau hafa farið með hans til lækna sem töldu ekkert óeðlilegt við líkamsstarfsemi hans. Hvöttu þeir þó foreldrana til að fara með hann í frekari rannsóknir sem þau hafa ekki efni á að gera. „Ég fæ lánaðan pening til að gefa honum að borða,“ segir faðir hans. „Ég get ekki haldið honum uppi lengur og er örmagna og ráðalaus.“

Auglýsing

Myndband af Arya:

 

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!