Flott framtak hjá RÚV: Ísgerður Gunnarsdóttir, stjórnandi KrakkaRÚV mætti með flottan málsvara krakkanna sem kusu Guðna Th. sem forseta, Andra í annað sætið og Hildi í þriðja sætið. Hér er það sem Twitter hafði um málið að segja:
Vó, þessir krakkar (sumir þeirra) eru bara drullu töff og þenkjandi. Flott þetta. Umhverfismál og flóttamenn. #forseti
— Stefán Snær (@stefansnaer) June 25, 2016
Afhverju eru börnin í björgunarvestum? Afþví þjóðin er að sökkva. #forseti
— hugleikur dagsson (@hugleikur) June 25, 2016
Krakkar eru tjúllaðir. #forseti
— LÍÚ.OFFICIAL (@KottGraPje) June 25, 2016
Þessi stelpa er algjörlega frábær málsvari þess að lækka kosningaaldurinn niður í 16 ár. #forseti
— Krummi (@hrafnjonsson) June 25, 2016
Krakkakosningarnar hjá RÚV: Frábært framtak! #forseti
— UNICEF Island (@unicefisland) June 25, 2016
Litla stelpan með gleraugun 4 prez #forseti
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) June 25, 2016
„Mamma, ég vil kjósa Sturlu. Ég vil konuforseta“ sagði 5 ára afkvæmið. Miðað við tölur núna held ég að fleiri hafi gert sama feil. #forseti
— Brynhildur Yrsa (@BrynhildurYrsa) June 25, 2016
Krakkakosningar #krakkakosningar #forseti pic.twitter.com/gtICEBY2pa
— Lára Garðarsdóttir (@Lara_gardars) June 25, 2016
heimta kisukosningar næst. er mjög forvitinn að heyra hvað kötturinn minn myndi kjósa #forseti #krakkakosningar
— Þráinn Halldórsson (@thhalldorsson) June 25, 2016
Okei sumir sprengdu krúttskala ársins #forseti #krakkakosningar
— Elin Kristjans (@elinkristjans) June 25, 2016
Hildur var sirka 4 kjörtímabilum of snemma í framboði #forseti #krakkakosningar
— Iris Guðmundsdóttir (@IrisGudmunds) June 25, 2016