Hvert er leyndarmálið við besta dögurð allra tíma? Jú – EGGIN! Þau þurfa að vera fislétt og dúnmjúk. Og hver ert leyndarmálið bak við þau? Við segjum þér það rétt strax….
Við viljum ekki flöt eða gúmmíkennd egg, TAKK KÆRLEGA. Í stað þess viljum við egg sem eru mjúk, gul að lit og bráðna í munni, já – egg sem eru eins og skýin!
Við höfum prófað slettu af mjólk eða jafnvel rjóma og gefur það ákveðna mýkt. Það er samt eitt innihaldsefni sem gerir egginn ENN BETRI! Viltu vita hvað það er?
Sódavatn! Já, ekkert annað. Ekki saltað, heldur bara kolsýrt vatn. Það er það hollasta í uppskriftina og best fyrir þig….og eggin. Við drekkum það mörg daginn út og inn í stað venjulegs vatns og kemur á óvart þegar kemur að búa til eggjahræruna (sem mun vissulega vera fullkomin, lofum)
Þú þarft eina til tvær teskeiðar af þessu undraefni fyrir hver tvö egg í næstu eggjahræruna þína. Þú munt verða agndofa – í alvöru! Ekki nota mjólk eða rjóma, prófaðu að skipta sódavatninu út í þetta skiptið og sjáðu muninn.
Við nennum ekki að segja meira um þetta – prófaðu bara! 😉