Notandinn „Herra Einmana“ setur inn heiðarlega og fallega færslu á Reddit og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Færslan hljóðar svo:
Ég er 40 ára maður, hávaxinn og of feitur. Ég er að niðurlotum kominn af einmanaleika og fylgikvillum hans. Mig langar bara að hitta góða konu til að deila lífinu með. Ég lofa að ég er góður maður, ágætlega gefinn og viðræðuhæfur um flesta hluti. Það er ekkert sérstakt að mér, ég er ekki með einhvern hræðilegan útlitsgalla sem hefur haldið öllum frá mér. Ég bara missti einhvern veginn af bátnum. Ég var alltaf að bíða eftir að allt væri orðið fullkomið áður en ég færi að leita – bíða eftir að ég grenndist, bíða eftir að ég fengi betri vinnu, bíða eftir að ég kæmist í mína eigin íbúð o.s.frv. En svo fattaði ég skyndilega að lífið var að líða hjá meðan ég beið og beið. Þvílík mistök! Ég held samt að þetta sé algengara en flesta grunar. Það eru bara allir svo feimnir að tala um þetta.
Mér er alveg sama um menntun, vinnu, hvar þú ert stödd í lífinu, útlit, þyngd, húðlit eða nokkuð annað.
Ef þú ert kona á svipuðum aldri og ég (eða þekkir konu sem gæti haft áhuga), sendu mér þá PM og við getum hittst og fengið okkur kaffibolla. Ekkert gott í lífinu kemur í fangið á okkur ef við sækjumst ekki eftir því! Hver veit nema það verði einhver neisti milli okkar
Notendur Reddid stappa í manninn stálinu – og bjóða ráð og fleira: