KVENNABLAÐIÐ

Gallabuxur sem passa… hvar fæ ég svoleiðis á mig?

Gallabuxur í stórum stærðum getur verið vandasamt að velja. Að finna flottar gallabuxur er næst á eftir því að kaupa sér sundfatnað eitt af því erfiðasta og kvíðvænlegasta. 

la-ig-slink-jeans-20151115-001

Hversu oft hefurðu verið með 10 pör inni í mátunarklefanum og bara engar passa og þá er spurningin; hvernig er best að finna þær einu réttu, hvaða snið henta og  hvaða hönnuðir búa til flottar gallabuxur í stórum stærðum sem henta íturvöxnum.

CNZwsb9WwAArLs6

Hér eru nokkur góð ráð um leyndardóma gallabuxna fyrir íturvaxnar:

Mittismálið – Mittisstærðin sem gefin er upp er oft ekki raunveruleg stærð og því er þessi stærð aðeins leiðbeinandi. Mátaðu stærðirnar fyrir ofan og neðan og finndu framleiðanda sem þú getur treyst á.

Innsaumur skálma – fjarlægðin frá klofbót og niður á ökla.

Ytri saumur – Þetta er lengdin frá mitti og niður á ökla utan á leggnum.

Skálmavídd – þetta gefur þér hugmynd um það hvernig buxurnar eru sniðnar, eru þær útvíðar, niðurþröngar…

Framstykki e. Front rise – Hvort viltu þær lágar að framan eða háar upp í mittið. Þetta er hæðin frá klofi upp í mitti að framanverðu.

Bakstykki e. Back rise – Þetta er hæðin sem ákvarðar hvort rassinn á þér verður vel hulinn þegar þú sest. Þetta er hæðin frá mitti að aftanverðu og að klofsaumsmóti.

Auglýsing

Snið

ankle-jeg-amber-1

Sniðmöguleikar í gallabuxum í stórum stærðum. Hér eru laufléttar leiðbeiningar:

Boot Cut– Þetta snið fellur að lærinu en víkkar við hné og er víðast um ökklann.

Skinny– þetta snið er þröngt um lærin kálfana og niður á ökla.

Straight Leg– þetta er svipað snið og Boot-cut en beinna, örlítið víðara um lærin og ekki eins útvítt að neðan eins og boot cut.

Wide leg– þetta er klassískt buxnasnið situr vel um maga og mitti en víddin í skálmunum hefst um mitt læri og eykst niður eftir leggnum.

Flare leg– þetta snið er beinlínis útvítt en þröngt um lærið og víkkar skyndilega út við hné.

Summer Nicole

Rise eða Hæð buxnanna

Hér erum við að ræða hvort buxurnar eru með háu, lágu eða miðlungsháu mitti – þetta skiptir máli þegar þú velur þér buxur því það er mikilvægt að þær sitji vel hvort sem þú stendur eða situr.

High Rise– Þessar buxur fara yfir naflann og yfirleitt allavega 10-20 sentimetra fyrir ofan hann og strengurinn situr í mittinu.

Natural Rise– Þessar buxur eru vanalega sniðnað þannig að strengur buxnanna situr rétt við naflann.

Low Rise– Þetta er mismunandi en hæð strengsins á low-rise buxum er vanalega 3 sentimetrum fyrir neðan nafla.

Super Low Rise– þessar eru mjög lágar eða ná rétt upp fyrir lífbein.

Auglýsing

En hér eru nokkrar æðislegar gallabuxur fyrir íturvaxnar! Endilega skoða…þær eru á frábæru verði!

  • Öll verð eru í evrum eða dollurum
  • Tollar og VSK reiknast við útskráningu
  • Lágur sendingakostnaður milli landa
  • staðfest verð við komu (engin viðbótargjöld við afhendingu)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!