1. Ávaxtasafar
Ef þú býrð til ávaxtasafa sjálf heima í djúsvél þá skaðar ekki að fá sér glas og glas. En mikið af fernu og flöskudjús sem búðirnar selja er gerilsneyddur, dísætur og raunverlega algerlega næringarsnauður. Og að gefa börnum þetta drasl er algjört No-No!
Hafðu tvennt hugfast:
Þegar þú borðar fjórar appelsínur þá hækkar blóðsykurinn eðlilega og lækkar aftur eðlilega. Þá vinnur líkaminn – þú þarft að flysja, tyggja, melta.
Þegar þú drekkur safann úr 4 appelsínum þá hækkar blóðsykurinn mjög hratt og hrapar svo skyndilega sem leiðir til orkumissis og slens og þörf í meiri fæðu.
Ávaxtasafar eru mjög sætir hvort sem þeir eru án viðbætts sykur eða ekki og þeir eru því mjög fitandi. Slepptu þeim alveg og drekktu vatn!
2. Soya prótein
Öfugt við það sem margir halda eru matvæli sem innihalda soya prótein alls ekki alltaf hollustuvara. Þetta á ekki við um gerjaðar vörur eins og Miso, Natto og Tempeh en öðru máli gegnir um edamame baunir, soya mjólk og soyaprótein.
Margir geta illa brotið niður ógerjaðar soyavörur bara svona svipað og fólk er með mjólkuróþol. Þetta veldur því meltingartruflunum, vindverkjum, þembu og allskyns kvillum sem best er að losna við. Slepptu ógerjuðum soyavörum alveg!
3. Örbylgjuoppkorn
Margir sem vilja léttast borða poppkorn til að snakka á. En það er ekkert hollt við örbylgjupoppið – ekkert. Það er gjörsamlega næringarlaust og svo er húðin innan á pokunum sem poppið poppast í talið vera krabbameinsvaldandi.
Ef þig langar í popp, gerðu það þá bara á gamla mátann, Smjör í pottinn, baunirnar í, grjóft sjávarsalt og poppaðu! Ekki DEYJA úr leti!
Auglýsing
4. Eldisfiskur
Láttu eldisfisk alveg eiga sig. Þú vilt ekki vita á hverju fiskurinn nærist, hversu stútfullur hann er af óheilnæmum snefilefnum og það er bara best að borða fisk sem hefur lifað í sjónum, vötnum og ám. Á Íslandi er laxinn oftast í verslunum eldisfiskur, biddu um villtan lax í fiskbúðinni!
Ekki borða fisk sem mannskepnan hefur alið upp í eldum og kvíum.
5. Gervisæta
Allt sem inniber ‘gervi’ í nafninu ætti maður að láta eiga sig. Það er nóg af náttúrlegum sætuefnum til sem ættu að gleðja þig. Rannsóknir benda til að að gervisæta komi óreglu á meltinguna og skaði meltingarveginn og geti jafnvel ýtt undir sykursýki.
Láttu gervisætuna vera!
Auglýsing
6. Salt
Venjulegt borðsalt er óþverri sem enginn ætti að snerta. Það er upphaflega sjávarsalt en svo er það sneitt öllum steinefnum, fyllt með snefilefnum þar með talið áli og hitað að suðumarki og svo er það aflitað og gert hvítt.
Þetta er bara eitur í flösku! Borðaðu sjávarsalt – óunnið!