Þetta er svo einfalt og þetta er bara algerlega ómótstæðilega gott – þessi uppskrift er til eignar og þið munuð gera hana aftur og aftur og aftur…
Þetta þarftu að eiga til:
2 stór epli
matarolía
4 mtsk. strásykur
2½ mtsk. Bráðið smjör
1 tsk. kanil
2 mtsk. hafragrjón
1 tsk. hveit
ofurlítið salt
vanilluís
Svona ferðu að:
Hitið ofninn í 200 °C
Flysjið eplin, skerið þau í helminga og fjarlægið kjarnann
Skerið fína skurði djúpt í eplin en gætið þess að skera ekki alveg í gegn
Setjið eplinn í smurt eldfast mót
Blandið saman 1 mtsk. Sykur, ½ tsk. Kanel, og 1 mtsk bráðið smjör og smyrjið á eplahelmingana
Setjið álpappír yfir fatið og bakið eplin í 20 mínútur við 200 °C í um það bil. 20 mínútur
Fjarlægið ápappírinn og bakið eplin í 10 mínútur til
Takið út úr ofninum og látið kólna.
Það sem eftir er af innihaldsefnum er síðan blandað saman og deilt ofan á eplin.
Bakið enn á ný eplin við 200 °C í um það bil 10 mínútur.
Kveikið á grillinu í opninum og grillið eplin í 2 mínútur
Berið eplin fram sjóðheit úr ofninum með vanilluís ofan á eða til hliðar.