KVENNABLAÐIÐ

Brátt mun fólk geta látið jarðsetja sig með gæludýrunum sínum

Fólk kýs gjarna að láta jarða sig við hliðina á ástvinum sínum. En hvað ef einn nánasti fjölskyldumeðlimurinn er voffi eða kisa? Oftast er ekki leyft að jarðsetja gæludýr með eigendum sínum en nú gæti New York verið fyrsta ríkið til að breyta þessu, samkvæmt frétt frá Associated Press. Tillaga var lögð fram á ríkisráðsfundi þess efnis að gæludýr mættu hvíla í gröf með eigendum sínum kjósi eigendur þess.

Fallist borgarstjóri New York, Andrew Cuomo, á tillöguna mun fólk geta verið annaðhvort jarðsett í kistu eða ef um bálför er að ræða – haft öskuna í sama keri.

Meira en 60% heimila í Bandaríkjunum eiga loðið eða fiðrað gæludýr af einhverri tegund og fleiri og fleiri borgarbúar hafa óskað eftir að hvíla með sínum besta vini þegar jarðvistinni lýkur.

 

Sýnir þetta glögglega hversu aftarlega Íslendingar eru á merinni hvað gæludýrahald varðar, eins og fréttir hafa borist af því að ungt fólk hafi þurft að selja íbúð sína í fjölbýli vegna ákvarðanna nágranna sem ekki vilja gæludýr í blokkum og að hundur hafi ekki fengið að fara í jarðarför fjölskyldumeðlims.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!