KVENNABLAÐIÐ

Allt sem þú þarft að vita um naglatísku sumarsins!

Að „negla“ sumarlúkkið á nöglunum er um eitthvað fleira en að lakka þær í skrautlegum litum. Í fyrsta lagi ættir þú að athuga vandlega hendurnar þínar og neglur…af eftirtöldum uppástungum: Hvað fer ÞÉR best? Þú ættir að ákveða það og versla síðan (helst) hágæða naglalakk sem endist lengur og er oftast fallegra til lengri tíma litið… Ekki gleyma að lakka svo með yfirlakki í lokin!

nail1

 

Neglur sem minna á sexý hælaskó

Margar stjörnur eru núna með oddhvassar neglur í ögrandi litum. Það er dálítið erfitt að ná þessu lúkki fullkomlega sjálfur svo ef þú ert ekki örugg má alltaf fara á stofu og láta dekra aðeins við sig.

nail2

Ballerínuskórnir

Stíll sem kenna má við ballerínuskó. Neglurnar eru ekki alveg ferkantaðar og eru dálítið í ætt við tísku 10 áratugarins. Bónusinn við þetta lúkk er að neglurnar brotna síður. Veldu naglalakk sem er sterkt og misferst ekki auðveldlega. Liturinn ætti að vera náttúrulegur eða húðlitaður til að fullkomna lúkkið.

nail3

Stuttu neglurnar

Þær eru sennilega alltaf vinsælastar en þær þurfa ekki að vera „leiðinlegar“ – prófaðu að litla naglaböndin í öðrum lit, litaðu „mánann“ með öðrum lit eins og þú sérð hér á myndinni. Hér er linkur á DIY aðferð til að fullkomna þetta lúkk! 

Heimild: POPsugar

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!