Það er svo mikið komið sumar… hlýindi um land allt og allt að gerast! Við erum í gjafastuði í dag og því hvetjum við ykkur til að lesa áfram…
Fernuvín hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og hér kynnum við ný vín sem koma í fernum á ótrúlegu verði. Þetta eru snilldarkaup fyrir sumarbústaðaferðirnar og útilegurnar – ekkert gler og engin hætta á að mölva flöskurnar. Fernurnar eru léttar og vínið bragðast ótrúlega vel!
Penasol heita vínin og hver vill ekki fá ‘pena sól’ í sitt líf í sumar? OK, ekkert sérstakur brandari 😉 en þetta eru með mest seldu léttvínum á Spáni og margir Íslendingar sem eflaust muna eftir þeim frá Spánardvöl sinni.
Það besta við vínin er líka verðið því þau eru á afar hagstæðu verði svo ekki sé meira sagt.
Penasol Vino Blanco og Penasol Vino Tinto kosta bara 1.790 krónur sem er nú bara ansi gott.
Sangría á fernum!
Rúsínan í pylsuendanum er svo Penasol Sangría. Þetta er snilldin ein – kemur tilbúin! Skella bara klaka út í ásamt appelsínu- og eplasneiðum og maður er kominn til Spánar.
Penasol Sangría kemur í eins lítra fernum og drykkirnir gerast ekki sumarlegri. Lítrafernan kostar ekki nema kr. 1.090 og ef þetta hentar ekki vel í partíin og útilegurnar þá vitum við ekki hvað.

En hér eru bestu fréttirnar!
Við ætlum að gefa ykkur þessi frábæru fernuvín til að smakka! Það eina sem þið þurfið að gera er að skrifa í kommentakerfið að þið viljið vera með í pottinum og þá eigið þið möguleika á að vera dregin út og fá Penasol vín, hvítt, rautt eða Sangríu til að sötra í garðinum!
Takið endilega þátt við drögum út þá heppnu á mánudaginn kemur, þann 13.júní!