Tvíburar vekja allstaðar athygli og sér í lagi eineggja tviburar. Margir hafa átt þann draum sem krakkar að eiga tvíbura, að eiga systkin sem líkist manni á margan hátt. Auðvitað eru ekki allir tvíburar samrýndir en oft eru samt mikil líkindi með tvíburum og oft náinn vinskapur. Þessar ljósmyndir sem fara hér á eftir eru úr National Geographic tímaritinu og eru eftir ljósmyndarann Martin Schoeller.
Johanna Gill sem er sex ára heldur utan um systur sína Evu. Þær eru báðar greindar með væga einhverfu sem stafar af erfðafræðilegu orsökum.
Systurnar Emma og Martha eru fimmtan ára og ganga í sama skólann og langar báðar að verða óperusöngkonur. Þeim finnst báðum gaman að teikna þótt teikningar þeirra séu afar ólíkar.
Auglýsing
Loretta greindist með brjóstakrabbamein fyrir þremur árum síðan, Lorraine systir hennar var með henni hjá lækninum og Loretta spurði hvort systirin vildi ekki láta skoða sig líka. Lorraine afréð að láta skoða sig líka og reyndist einnig vera með brjóstakrabba. Þær fengu báðar viðeigandi meðferð við sínum sjúkdómi og eru í dag við hestaheilsu.
Jessica og Jackie Whitedsem eru 20 ára gamlar ganga í sama háskólann, eiga sameiginlega vini, vinna á sama stað og kenna báðar í sunnudagaskóla. Þær kenndu vinum sinum að þekkja þær í sundur þegar þær voru yngri með því að vera alltaf með ólíkt naglalakk, önnur með bleikt og hin með fjólublátt. Jafnvel þótt vinnuveitandi þeirra geti ómögulega þekkt þær í sundur eru þær að eigin sögn ákaflega ólíkar.
Á myndinni efst í grein eru systurnar Carly og Lily Ayer sem eru óaðskiljanlegar og svo mjög að móðir þeirra hefur áhyggjur af því að þær vilji aldrei vera án hvor annarar. Reynt hefur verið að skilja þær að í tómstundum en þær taka það bara alls ekki í mál.